Ráðhústorg 1

Vel útbúin íbúð með góðum svölum á efstu hæð  á horni göngugötunnar og Ráðhústorgs.

Öll þjónusta, veitingastaðir og verslun í göngufæri.

Sundlaugin á Akureyri er í 10 mínútna göngufjarlægð, Hof  í 3 mínútna göngufjarlægð og grasagarðurinn í 10 mín km göngufjarlægð.

Við bjóðum ykkur velkomin í íbúðina og megið þið njóta dvalarinnar á Akureyri.

Hafið samband á booking@radhustorg.is

 

 

 

 

Íbúðin

Björt og rúmgóð íbúð

Góð gistiaðstaða fyrir allt að 8 manns .  Í íbúðinni, sem er 108 fermetrar að stærð, eru þrjú svefnherbergi, tvö með tvíbreiðum rúmum þar sem annað er með sér svölum og þriðja svefnherbergið með 4 kojum.

Þessi bjarta og rúmgóða íbúð er með setusvæði, borðstofu og notalegum borðkrók. Svalir eru á tvo vegu í stofu og snúa út að göngugötu og að Ráðhústorgi.   Íbúðin er með fullbúnu eldhúsi sem inniheldur eldavél, ísskáp, örbylgjuofn og uppþvottavél.  Þá er í íbúðinni gasgrill sem hægt er að nota á svölunum. Snyrtilegt baðherbergi með baði og sturtu.  Góður geymsluskápur er á neðstu hæð fyrir skíðaklossa.  Nýjir gluggar með hljóðeinangrandi gleri.  

 

Smellið á mynd til að fá teikningu af íbúð

Upplýsingar um leigu

 

Upplýsingar og bókanir

Hafið samband við  í gegnum netfangið booking@radhustorg.is

Vinsamlegast kynnið ykkur Leigureglur

 

 

Staðsetning

Ráðhústorg 1    Akureyri